fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Setti fætur á mælaborðið og afmyndaðist í bílslysi: „Hlustið á mig og lærið af minni hræðilegu reynslu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 31. mars 2019 16:00

Grainne opnar sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grainne Kealy er 35 ára gömul. Hún lenti í bílslysi í desember árið 2007 og braut hvert einasta bein í andliti sínu. Grainne hefði getað sloppið með minni meiðsl og segir sögu sína til að vara aðra við því sem hún gerði.

Grainne vill að sem flestir vita hverju hún lenti í.

Bíllinn sem Grainne sat í var á tæplega tvö hundruð kílómetra hraða þegar að bílstjóri missti stjórn á honum í hálku og lenti á vegg. Grainne var með fætur ofan á mælaborðinu sem varð til þess að þegar að bíllinn skall á veggnum ýttu loftpúðarnir hnjám hennar að hausnum. Hún afmyndaðist því í slysiinu, missti tvær tennur og fékk heilaskaða. Þau meiðsl sem sáust mest var að Grainne missti ennið algjörlega og tók það lækna tvö ár að byggja það upp aftur með keramikenni undir húðinni.

Svona leit Grainne út stuttu eftir slysið.

„Hjarta mitt brestur yfir því að fólk veit ekki hve hættulegt þetta er,“ skrifar Grainne á Facebook í ljósi þess að margar stjörnur taka myndir af sér í bíl á ferð með fætur uppi á mælaborðinu.

„Það fer með mig að ég næ ekki til nógu margra til að vara þá við áður en önnur manneskja þarf að ganga í gegnum það sem ég þurfti að ganga í gegnum. Treystið mér þegar ég segi að það er ekki þess virði,“ bætir Grainne við.

Á sjúkrahúsinu.

Man ekkert eftir slysinu

Grainne segist í færslunni á Facebook enn vera að jafna sig eftir bílslysið þó rúm ellefu ár séu liðin.

„Þetta hefur verið mjög langt ferli. Ég man ekkert eftir slysinu, ekkert þrjá mánuði fyrir það og ekkert mánuði eftir það. Ein af mínum fyrstu minningum er að horfa í spegil í fyrsta sinn. Ég þekkti ekki andlitið sem blasti við mér,“ skrifar Grainne. Samkvæmt frétt Metro tjáði hún sig einnig um slysið árið 2017. Í því viðtali sagðist hún enn glíma við minnisleysi og að hún finni fyrir heilaskaðanum á hverjum einasta degi.

Erfitt að horfa á sig í spegli.

„Mér finnst það erfitt suma daga að ég gleymi stanslaust orðum í miðjum samræðum. Þetta getur gerst tuttugu sinnum á dag. Ég fæ höfuðverk þegar að of margir eru að tala í kringum mig, þegar einhver reynir að tala við mig yfir tónlist og stundum finnst mér erfitt að einbeita mér. Mér finnst enn ekki gaman að horfa á spegil og mér líka ekki við andlitið mitt, en ég næ að takast á við þessar tilfinningar betur núna,“ sagði Grainne þá og bað fólk vinsamlegast um að hlusta á sögu sína.

„Vinsamlegast hlustið á mig og lærið af minni hræðilegu reynslu.“

Sterk, ung kona.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.