fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Katrín sótti um stöðu seðlabankastjóra en lenti í vírusvörn stjórnarráðsins – Hagur kvenna vænkast

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan greindi frá tilkynningu forsætisráðuneytisins fyrr í dag um að 15 hefðu sótt um stöðu seðlabankastjóra og þar af væri aðeins ein kona. Nú hefur forsætisráðuneytið sent frá sér aðra tilkynningu, þar sem fram kemur að ein umsókn hafi gleymst í uppttalningunni, þar sem vírusvörn forsætisráðuneytisins er kennt um:

„Forsætisráðuneytinu hafa borist 16 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar sl. en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 25. mars sl. Tölvupóstsvarnir Stjórnarráðsins komu í veg fyrir að ein umsókn, sem send var fyrir lok tímafrests, bærist forsætisráðuneytinu. “

Var það umsókn Katrínar Ólafsdóttur sem varð fyrir vírusvörninni, en Katrín er þar með önnur konan sem sækir um stöðuna, ásamt Salvöru Sigríði Jónsdóttur, nema.

Umsækjendur eru því eftirtaldir:

Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
Benedikt Jóhannesson, fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra
Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Gylfi Magnússon, dósent
Hannes Jóhannsson, hagfræðingur
Jón Daníelsson, prófessor
Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
Katrín Ólafsdóttir, lektor
Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands
Vilhjálmur Bjarnason, lektor
Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt