fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Þetta er draumur Erik Hamren: Allir Íslendingar vona að hann rætist

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

Íslenska landsliðið er mætt til Andorra og nú er að ganga í garð síðasti sólarhringurinn, fyrir leikinn mikilvæga gegn heimamönnum á morgun. Undankeppni EM, hefst á morgun.

Íslenska liðið mætti til Spánar á mánudag, dvaldi í Peralada í Katalóníu og æfði þar í þrígang. Liðið fór í svo þriggja klukkutíma rútuferð til Andorra. Liðið æfir nú á keppanisvellinum.

,,Ljúft að vera hérna, fyrsta sinn sem ég kem til Andorra. Þetta er fallegt land miðað við það sem ég hef séð, ég er spenntur fyrir því að hefja undankeppnina. Leikurinn á morgun verður áhugaverður, ég á von á erfiðum leik. Ég virði úrslit Andorra, á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, við vitum að það er erfitt að vinna þá, við komum hingað til að reyna að sækja þrjú stig. Spenntur að hefja undankeppnina,“ sagði Hamren við fréttamenn í dag.

,,Þeir eru vel skipulagðir varnarlega, vinna vel saman sem lið. Sterkir varnarlega, leggja mikið á sig saman. Erfitt að skora gegn þeim á heimavelli.“

Hamren á sér draum og það er að komast í lokamót EM, á næsta ári. Til að sá draumur rætist, þarf Hamren að fara að vinna leiki.

,,Leikmenn þekkja að spila öðruvísi leiki, stundum erum við líklegri til sigur en stundum ekki. Þessu eru þeir vanir í félagsliði og landsliði, það er ekki erfitt að kveikja í þeim. Draumur okkar er EM 2020, þá þurfum við góð úrslit. Við erum spenntir að byrja, þetta er ekki vandamál fyrir mig sem þjálfara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag
433Sport
Í gær

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar
433Sport
Í gær

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar