fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Aron Einar um skipti sín til Katar: ,,Ég ætla ekki að tala um peninga“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 16:49

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

Aron Einar Gunnarsson, ræddi við fréttamenn fyrir leikinn gegn Andorra í undankeppni EM á morgun. Aron ræddi við fréttamenn á leikvanginum í Andorra.

Vikan hefur verið fróðleg fyrir Aron sem í upphafi vikunnar, skrifaði undir hjá Al-Arabi í Katar. Þar er Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins.

,,Samningurinn við Cardiff er á enda í sumar og við ákváðum að fara til Katar. Þar er Heimir og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ sagði Aron Einar þegar hann var spurður um skiptin.

,,Heimir er að byggja upp lið, félag sem var stórt og er aftur á uppleið. Núna er tími fyrir hann að koma því í gang, fá stuðningsmenn á völlinn og svona. Ég er spenntur, fótboltinn er að verða betri þarna enda er HM 2020 þarna.“

Aron var spurður að því hvort hann væri að fara til Katar til að lengja ferill sinn með landsliðinu. ,,Klárlega, það er ekki jafn mikið álag og hraði. Ég hef verið níu ár í næst efstu deild Englands og tvö í úrvalsdeildinni. Þau hafa tekið sinn toll, pressa og hraði og mikið álag. Þetta er líka gert með það í huga, lengja ferilinn um nokkur ár og vonandi nýtist það landsliðinu.“

Aron Einar fer sem stjarna í Katar og þær fá iðulega vel greitt, er þetta besti samningur hans á ferlinum?

,,Ég ætla ekki að tala um peninga, þegar kemur að þessu. Ég er spenntur fyrir nýrri áskorun, öðruvísi land og kúltúr. Prófa eitthvað nýtt. Það heillaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Í gær

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“