UEFA hefur ákveðið að sekta Cristiano Ronaldo, leikmann Juventus fyrir að fagna of mikið, sigri liðsins á Atletico Madrid á dögunum.
Ronaldo skoraði þrennu sem tryggði Juventus sigur í einvíginu, gegn Atletico í Meistaradeildinni. Juventus hafði tapað fyrri leiknum á Spáni 2-0 en kom til baka, Ronaldo var allt í öllu.
Í fyrri leiknum hafði Diego Simeone, þjálfari Atletico. Fagnað marki með því að grípa um sitt allra heilagasta.
Ronaldo ákvað að svara í sömu mynt, eftir ótrúlega endurkomu. Knattspyrnusamband Evrópu, hefur ekki neinn húmor fyrir slíku látrbragði.
Ronaldo sleppur við leikbann en fær 20 þúsusnd evrur í sekt, rúmar 2,5 milljónir íslenskra króna. Eitthvað sem hann ræður vel við að borga.