fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Guðni Már var hrakinn til Tenerife af gráðugum leigusölum: „Þar gæti ég lifað á lífeyrisgreiðslum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég nenni ekki að vera fullur. Í dag er nokkuð stór dagur í lífi mínu. Sumir dagar hafa þó verið merkilegri. En þessi dagur er merkilegur í sambandi við búsetu mína á Kanaríeyjum. Fyrir rúmu ári síðan ákvað ég að segja upp starfi mínu á Íslandi og flytja til útlanda. “

Þetta segir hinn ástsæli útvarpsmaður Guðni Már Henningsson á Facebook. Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á Rás 2 um langt skeið en fluttist til Kanarí fyrir ári. Hann lýsir því hvers vegna hann flutti til útlanda og hvernig lífið hefur leikið við hann þar.

„Annað gat ég ekki gert. Það er víst óþarfi að nefna það en ég geri það samt. Leiguverð á Íslandi er svo fáránlega hátt að það tekur engu tali. Það kom í veg fyrir áframhaldandi búsetu mína á Íslandi. Punktur og basta. Ég var ákveðinn í að flytja til Spánar og gerast hælisleitandi. Þar gæti ég lifað á lífeyrisgreiðslum og lítið mál að fá leigt. Stefnan var tekin á meginland Spánar. En ég á góðan vin sem er enn betri ráðgjafi. Hann taldi mig á að flytja til Tenerife. Þangað hafði ég aldrei komið. Ég veit ekki hvers vegna en ég hafði tengt Kanaríeyjar við lúxus og þar af leiðandi dýrt svæði,“ segir Guðni Már.

Nennir ekki að vera fullur

Hann segist hafa sest að í bænum Santa Cruz de Tenerife. „En vinur minn var fljótur að leiða mig í allan sannleika um verðlag og íbúðir á Tenerife. Og til að gera tiltölulega langa sögu stutta þá fann vinur minn fyrir mig íbúð í Santa Cruz. Þegar ég kom þángað beið þessi fína íbúð eftir mér. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa þessi áhrif á líf mitt. Og þegar ég man eftir því þá minnist ég hans í bænum mínum. Ég kom til Santa Cruz de Tenerife 10. apríl 2018. Og hér á ég heima,“ segir Guðni Már.

Hann segir að margir hafi óttast um afdrif hans þar. „Margir höfðu áhyggjur af mér. Hvað var slíkur öldungur sem ég er að þvælast til útlanda? Langt í burtu frá vinum og ættingjum. Auðvitað höfðu þeir ástæðu til að óttast. En eins og ég skrifaði hér að framan, þá gat ég ekki annað. Ég sakna dætra minna og afastráks á hverjum degi. Fjarlægðin til þeirra er einn ókosturinn við að búa hérna. Vissulega fæ ég oft samviskubit yfir því að hafa farið. En ég gat ekki annað. Og áhyggjur vina minna tóku á sig ýmsar myndir. -Hvað ætlar þú að gera einn? Verður þú ekki einmana og endar sem stórskrítinn einsetukall? Verður þú ekki alltaf fullur? Ég hef verið einmana í einn dag. Á gamlársdegi. Ég hef ekki orðið fullur enn. Ég nenni ekki að vera fullur,“ segir Guðni Már.

Hefur nóg að gera

Hann segist ekki hafa setið auðum höndum þar. „Aftur á móti hef ég málað margar myndir og haldið mína fyrstu sýningu á erlendri grund. Ég er búinn að gefa út ljóðabók. Og ég á í handriti þrjár bækur. Bókina um Römbluna sem mun verða falleg bók. Ljóðabók sem verður talsverð að vöxtum og mig langar til að hafa hana harðspjalda og eigulega. Ég stefni á að hún komi út næsta sumar. Svo á ég ævintýrabók þar sem uppistaðan eru sögur sem ég sagði Steinu Elenu yngri dóttur minni á meðan að við bjuggum í Vogum Vatnsleysu. Vonandi kemur sú bók út fyrir næstu jól. Nei, ég nenni ekki að vera fullur,“ segir Guðni Már.

Hann segir sitt næsta skref vera að sækja um fasta búsetu: „En eins og oft áður í skrifum mínum fer ég út og suður, norður og niður. Ég ætlaði að skrifa um um merkisdaginn í dag. Ég get gert það í einni setningu. Ég flutti lögheimili mitt til Spánar í dag. Næsta skref verður að sækja um fasta búsetu hérna. Þegar ég fæ það vottorð verður líf mitt þægilegra að öllu leiti. það verður ódýrara að taka strætó og rútu. Og ég mun geta ferðast um Tenerife fyrir nánast ekki neitt. Innanlandsflug verður mikið ódýrara sem og ferjuferðir. Ég er ánægður. Ég hlakka til komandi daga. En ég mun áfram vera íslenskur ríkisborgari. Gracia Santa Cru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik