fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 18:30

Brenton Tarrant. Skjáskot af myndbandi hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 ára piltur hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald af dómstóli á Nýja-Sjálandi. Hann er sakaður um að hafa deilt myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch á föstudaginn þegar 50 voru myrtir í tveimur moskum.

Hryðjuverkamaðurinn sýndi ódæðisverk sitt í beinni útsendingu á Facebook og það var sú upptaka sem pilturinn deildi en hún er 17 mínútna löng.

Pilturinn var færður fyrir dómara á föstudaginn. Hann er einnig sakaður um að hafa birt mynd af Al Noor moskunni, sem er önnur moskan sem hryðjuverkamaðurinn réðst á, með textanum „target acquired“ sem er orðalag sem er notað til að lýsa skotmarki. Allt að 14 ára fangelsi liggur við meintum brotum piltsins.

Dómarinn ákvað að pilturinn verði í gæsluvarðhaldi næstu þrjár vikurnar og að hann geti ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar. Þá var fjölmiðlum bannað að skýra frá nafni piltsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?