fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Mótmæli Jökuls og Þorsteins höfðu áhrif

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fólks sem eru í forsvari fyrir fyrirtæki og rekstur í Dalvíkurbyggð hvatti yfirstjórn Húsasmiðjunnar í byrjun mánaðarins til að endurskoða þá ákvörðun að loka útibúi verslunarinnar á Dalvík. Í frétt DV frá 5. janúar var greint frá því að verslunin hefði þjónað verktökum og íbúum á svæðinu frá Akureyri og út á Siglufjörð. Þeir sem skrifuðu meðal annars undir yfirlýsinguna voru Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður og framkvæmdastjóri Bergmenn ehf, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, Róbert Guðfinnsson fjárfestir og Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð.

Var því haldið fram í yfirlýsingunni að um væri að ræða mikið hagsmunamál fyrir fagaðila í byggingariðnaði og tengdum störfum og mikill tími og fjármunir myndu tapast við ferðir til og frá Akureyri.

Jökull greinir frá því í dag að honum hafi borist mikil gleðitíðindi en yfirstjórn Húsasmiðjunnar hefur ákveðið að fresta flutningu um eitt ár og endurmeta stöðuna þá hvort forsenda sé til að halda rekstri áfram. Því reynir á samstöðumátt fólks í Dalvíkurbyggð. Í skeyti frá forstjóra Húsasmiðjunnar segir:

„Nú hefur verið ákveðið að fresta lokun verslunarinnar á Dalvík. Við látum á reksturinn reyna á árinu og sjáum hvort við og samfélagið á Dalvík náum að rífa reksturinn upp og skjóta styrkari stoðum undir verslunina. Við erum sammála ykkur með það að ef stórir og smáir aðilar á svæðinu taka sig saman og versla meira í heimabyggð verður grundvöllur verslunarinnar að líkindum tryggður.“

Um þetta segir Jökull:

„Nú reynir á okkur öll að styrkja og styðja við verslun í heimabyggð og sýna samstöðumátt okkar í verki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“