fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch náði ekki að ljúka verki sínu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. mars 2019 06:28

Frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að Brenton Tarrant, sem er talinn hafa skotið 49 til bana í tveimur moskum í Christchurch í gær hafi ekki náð að ljúka ætlunarverki sínu áður en lögreglan handtók hann.

The Guardian og Reuters skýra frá þessu. Haft er eftir Ardern að Tarrant hafi verið með fimm skotvopn á sér þegar hann var handtekinn, þar af tvö hálfsjálfvirk. Ardern segir að hann hafi verið staðráðinn í að halda árásum sínum áfram þegar hann var handtekinn.

Tarrant var handtekinn 36 mínútum eftir að fyrsta neyðarkallið barst til lögreglunnar.

Ardern sagði ekki hvaða fyrirætlanir Tarrant hefði verið með.

Meirihluti 49 fórnarlamba hans voru karlmenn á aldrinum 30 til 40 ára að sögn heilbrigðisyfirvalda í Christchurch. Meðal særðra og látinna eru einnig börn, konur og eldra fólk.

Tarrant var færður fyrir dómara seint í gærkvöldi að íslenskum tíma og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni