fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Laun Lilju og Helgu lækkuð – Höskuldur áfram launahæstur

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. mars 2019 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt bréfi formanns stjórnar Bankasýslu ríkisins til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hefur Landsbankinn og Íslandsbanki ákveðið að lækka laun bankastjóra sinna. Er vísað til bréfa formanna stjórna bankanna tveggja til Bankasýslunnar.

Laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka verða lækkuð úr 4,2 milljónum í 3,65 milljónir á mánuði, án hlunninda, en þau eru 200 þúsund á mánuði og eru heildarlaun Birnu því 3,85 milljónir á mánuði eftir breytinguna. Nemur lækkunin 13 prósentum.

Launahækkun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, Landsbankastjóra, frá 1. apríl 2018 hefur verið dregin til baka. Var hún með 3,8 milljónir á mánuði. Á móti kemur vísitöluhækkun á launum hennar, sem nemur 7,8 prósentum.

Verða grunnlaun hennar því 3,3 milljónir á mánuði og bifreiðarhlunnindi rúmar 200 þúsund krónur á mánuði, samtals 3,5 milljónir á mánuði. Nemur lækkunin 8 prósentum.

Forsenda launalækkana bankastjóranna tveggja er sögð vera tilmæli fjármálaráðherra, sem hann lagði til í bréfi til bankasýslunnar, um að hófs yrði að gæta í ákvörðunum um laun stjórnenda bankanna.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er því áfram  launahæstur bankastjóra þriggja stærstu viðskiptabankanna, með 67,5 milljónir á ári, auk bónusa, sem voru 7,2 milljónir. Alls 74,7 milljónir.

Arion banki er eini viðskiptabankinn sem ekki er í eigu ríkisins.

Ekki er vitað til þess að laun Höskuldar verði lækkuð, en afkoma Arionbanka var sú versta af viðskiptabönkunum þremur, á árinu 2018.

Sjá nánar: Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum