fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Pressan

Knattspyrnumaðurinn var handtekinn í brúðkaupsferðinni – Nú eru bjartari tímar framundan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 18:30

Hakeem al-Araiby eftir handtökuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupsferð Hakeem al-Araiby varð heldur betur öðruvísi en hann átti von á. Þessi 25 ára landflótta knattspyrnumaður var handtekinn þegar hann fór til Taílands í brúðkaupsferð. Hann var eftirlýstur af yfirvöldum í heimalandi sínu, Bahrain. Hann flúði þaðan til Ástralíu undan ofsóknum yfirvalda en hann hafði opinberlega gagnrýnt stjórnarfarið í landinu.

Þegar kom að brúðkaupsferðinni á síðasta ári leitaði hann upplýsinga hjá áströlskum yfirvöldum um hvort honum væri óhætt að fara til Taílands og fékk þau svör að það væri óhætt. Þessi 25 ára knattspyrnumaður og eiginkona hans fóru því til Taílands í góðri trú.

En eins og fyrr segir þá var hann handtekinn þar að beiðni yfirvalda í Bahrain. Þarlend yfirvöld kröfðust framsals hans en eftir mikinn þrýsting frá áströlskum stjórnvöldum og mörgum knattspyrnumönnum var honum sleppt  og hann gat snúið aftur til Ástralíu.

Þetta var að vonum mikill léttir fyrir hann og nú hefur lífið tekið góða stefnu á nýjan leik. Ekki skemmir fyrir að í gær varð hann ástralskur ríkisborgari en hann hafði staðist prófið, sem er lagt fyrir umsækjendur, með glans en hann svaraði öllum spurningunum rétt.

Hakeem er hálfatvinnumaður með Pascoe Vale í Melbourne. Hann vonast nú til að geta einbeitt sér að knattspyrnu og gert hana að fullu starfi. Síðan blundar í honum draumur um að geta leikið fyrir ástralska landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife