fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rúmlega 90 prósent landsmanna vilja gera bólusetningar að skyldu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 08:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 94 prósent svarenda sögðust vilja gera bólusetningar barna að skyldu eða að það verði gert að skilyrði að börn séu bólusett fyrir inntöku á leikskóla.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þrjú prósent sögðust hlutlaus varðandi málið og þrjú prósent voru frekar eða mjög andvíg. Þrjú af hverjum fjórum sögðust mjög hlynnt slíkri skyldu.

Hvað varðar að bólusetning við mislingum yrði gerð að skilyrði fyrir inntöku á leikskóla sögðust rúmlega 90 prósent hlynnt því, 3,4 prósent voru hlutlaus og rúmlega 5 prósent andvíg.

Minnsti stuðningurinn við ofangreint mældist hjá þeim sem hafa lokið framhaldsprófi í háskóla en hann mældist um 90 prósent hjá þessum hópi.

Haft er eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni, að ekki sé hægt að segja að Íslendingar standi sig illa í bólusetningum en það sé hægt að gera betur. Landlæknisembættið stefnir á að bólusetningarhlutfallið sé yfir 95 prósent en það hefur verið á bilinu 90 til 95 prósent. Þórólfur segir að ástæðan sé líklegast innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Hann hafi lagt til að það verði lagað og séð hverju það skilar áður en rætt er um skyldu til bólusetninga.

Hann segir að lítill hópur fólks sé á móti bólusetningum en rannsóknar benda til að það sé um tvö prósent mannfjöldans. Þórólfur segist óttast að bólusetningarskylda geti stækkað þennan hóp.

2.500 manns voru í úrtaki könnunarinnar og svöruðu 1.146.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast