fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 19:34

Jenna hefur náð góðum árangri á ketó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi klámmyndastjarnan Jenna Jameson hefur borðað eftir ketó-mataræðinu í rúmlega ár og náð að létta sig um tæp fjörutíu kíló. Hún ákvað hins vegar á dögunum að taka smá pásu frá kúrnum, svona rétt á meðan hún skrapp til Mexíkó í frí.

„Ég þarf klárlega að byrja aftur á ketó fyrst ég er komin aftur úr fríi,“ skrifar Jenna á Instagram og bætir við að skaðinn sé þó ekkert sérstaklega mikill.

„Ég þyngdist bara um eitt kíló. Ég hef engar áhyggjur!“

https://www.instagram.com/p/BuzIy2fBGOy/?utm_source=ig_embed

Jenna útbjó skothelt plan um hvernig hún ætlaði að komast aftur í ástandið ketósis, þar sem líkaminn brennur fitu hratt og örugglega. Og viti menn, það virkaði.

„Besta leiðin til að komast aftur í ketósis er að fasta,“ skrifar hún. „Ég kláraði átján klukkustunda föstu og datt strax í ketósis aftur. Innan tveggja daga var ég komin aftur í þá þyngd sem ég var í þegar ég fór í frí,“ bætir hún við.

Jenna kannast vel við föstur þar sem hún fastar vanalega frá sex á kvöldin til ellefu næsta dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“