fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Trump uppfyllti hinstu ósk deyjandi manns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 18:00

Donald Trump hefur staðið í tollastríði við Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með aðstoð systur sinnar fékk deyjandi maður hinstu ósk sína uppfyllta. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og átti sér þá ósk heitasta að geta rætt við forsetann. Trump frétti af þessu og gerði sér lítið fyrir og hringdi í manninn á þriðjudaginn og ræddi við hann.

Jay Barrett, 44 ára, býr í Connecticut. Hann þjáist af banvænum sjúkdómi. Í síðustu viku útskrifaðist hann af sjúkrahúsi og flutti heim til systur sinnar, Bridgette Hoskies, en þar ætlar hann að eyða síðustu ævidögunum og mun hann fá líknandi meðferð þar.

Barrett er mikill aðdáandi Trump og vildi helst af öllu ræða við forsetann. Systir hans situr í bæjarstjórn í West Haven, þar sem þau búa, og er „100 prósent demókrati“ en hún vildi allt fyrir bróður sinn gera og því birti hún ákall á samfélagsmiðlum og skýrði frá ósk bróður síns. Fljótlega fóru vinir og kunningjar að senda tölvupósta til Hvíta hússins til að vekja athygli á málinu.

Á þriðjudaginn bar þetta árangur því þá hringdi Trump í Barrett. Barrett sagði forsetanum að hann styddi hann í gegnum súrt og sætt. Trump sagði Barrett að hann væri sannur sigurvegari og að hann fengi fljótlega persónulegt bréf frá sér.

„Þú ert maður að mínu skapi, Jay. Ég er stoltur af þér.“

Sagði Trump og bætti við:

„Ég mun tala við þig aftur Jay. Ókei? Þú heldur bara áfram að berjast. Við berjumst báðir.“

New Haven Register hefur eftir Barrett að Eric Trump, sonur forsetans, hafi einnig hringt í hann.

Barrett kaus Barack Obama 2008 en var ósáttur við stefnu hans og aðgerðir, sérstaklega sjúkratryggingakerfið Obamacare. Hann segist því hafa áttað sig á að hann væri repúblikani og hann heillaðist af hugmyndum og stefnu Trump þegar hann barðist um forsetastólinn við Hillary Clinton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri