fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ný og brjálæðisleg kenning um örlög flugs MH370

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. mars 2019 06:59

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að flug MH370 frá Malaysia Airlines hvarf sporlaust fyrir fimm árum hafa miklar vangaveltur verið um örlög þess. Svo mikill er áhuginn á þessu að nú er til „klúbbur“ áhugamanna um málið en í honum skiptast menn á að velta því fyrir sér og setja fram kenningar.

Einn félaga í þessum „klúbbi“ er ástralski blaðamaðurinn Ean Higgins. Hann hefur greinilega velt málinu mikið fyrir sér því nú hefur hann gefið út bók um málið en hún heitir „The Hunt for MH370“.

News.com.au skýrir frá þessu. Í bókinni eru settar fram fimm kenningar um örlög flugs MH370. Uppáhaldskenning Higgins er að flugmaður vélarinnar hafi viljað stinga af með ástkonu sinni og hefja nýtt líf undir nýjum nafni með henni.

Það er óhætt að segja að kenningin sé ísköld og vitni um algjört samviskuleysi flugmannsins, Zaharie Ahmad Shah, ef hún er rétt. Ef svo er þá stýrði Shah flugvélinni viljandi niður í Indlandshaf og drap þar með alla sem um borð voru. Áður hafði hann hoppað út úr flugvélinni í fallhlíf og siglt á brott í hraðbáti með ástkonu sinni. Þau eru síðan sögð hafa hafið nýtt líf undir nýjum nöfnum.

Kenningin var að sögn upphaflega sett fram af David Shrubb, sem er flugmaður hjá ástralska flugfélaginu Qantas. Hann segir að sú vitneskja sem er fyrir hendi styðji þessi kenningu.

Samkvæmt því sem fram kemur í bókinni hafði Shah átt margar ástkonur í gegnum tíðina en hafði orði mjög ástfanginn af konu sem stýrði öryggismálum á flugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu. Higgins segir að þau hafi ákveðið að láta sig hverfa saman með því að nota vel útfærða áætlun til að fela flóttann og slóð sína til að þau gætu hafið nýtt líf saman.

Hann segir að Shah hafi orðið sér úti um nýtt vegabréf með aðstoð glæpasamtaka. Hann hafi síðan stokkið út úr flugvélinni í fallhlíf og hafi ástkonan tekið á móti honum þegar hann lenti. Síðan hafi þau siglt á brott í hraðbát.

News.com.au hefur eftir Higgins að þetta sé uppáhaldskenningin hans því hún sé svo ótrúleg. Hann segir að margar kenningar séu á lofti um örlög vélarinnar en það sé hægt að útiloka þær nánast allar. Kenningarnar, sem hann setur fram í bókinni, séu hins vegar allar byggðar á fyrirliggjandi gögnum og staðreyndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin