fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Mótmæla skertum flugsamgöngum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. mars 2019 18:00

Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi byggðaráðs Langanesbyggðar þann 28. febrúar var bókun samþykkt þess efnis að mótmæla harðlega hugmyndum um skertar flugsamgöngur sem boðaðar séu í samgönguáætlun með aflagningu ríkisstyrks á innanlandsflugi til Vopnafjarðar og Þórshafnar.

„Af þessum ástæðum vill byggðaráð leggja þunga áherslu á mikilvægi þess að flugþjónusta til Vopnafjarðar og Þórshafnar verði ekki skert. Það skiptir miklu máli að fjarlægar byggðir landsins búi við traustar og skilvirkar almennings- og sjúkrasamgöngur. Flug fyrir íbúa á þessu svæði er því  ekki ósvipað og ferjur eru fyrir Vestmannaeyinga, íbúa í Grímsey og Hrísey, þ.e. nauðsynlegur valkostur,“

segir í bókuninni.

Bókunin kemur í kjölfar hugmynda sem fram komu í drögum að stefnu í almenningssamgögnum sem kynnt var 14. febrúar sl.

Þar segir einnig:

Um leið og byggðaráð Langanesbyggðar fagnar því að samþætta eigi almenningssamgöngur á landinu, mótmælir byggðaráð harðlega þeim hugmyndum að skerða flugsamgöngur m.a. við norðaustur hluta landsins, þ.e. Þórshöfn og Vopnafjörð. Þessar skerðingarhugmyndir eru einnig í ósamræmi við hina svokölluðu skosku leið sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi samgönguáætlun. Jafnframt verður að teljast að einstök markmið, um fyrirhugaðan niðurskurð á flugsamgöngum, gangi gegn megin markmiðum samþykktarinnar um samfélagslegt hlutverk hennar, þ.e. eflingu lífsgæða með aðgangi að skilvirku og heildstæðu almenningssamgöngukerfi og aukinni þjónustu, tryggu aðgengi að opinberri þjónustu í nærumhverfi sem og á höfuðborgarsvæðinu.

  • Í samgönguáætlun 2019-2033 sem var lögð fyrir Alþingi á haustþingi voru   metnaðarfull markmið. Meðal þeirra var lagt fram það markmið að íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarinnar á um 3½ klst. með samþættum ferðatíma, akandi, með ferju eða í flugi. Á sama tíma eru lögð fram umrædd drög að stefnumörkun í almenningssamgöngum þar sem lagt er til að leggja af ríkisstyrk á innanlandsflugi til Vopnafjarðar/Þórshafnar og lögð áhersla á að styrkja almenningsvagna.
  • Ætla má að ferðatími með strætisvagni til Húsavíkurflugvallar frá Þórshöfn og flugi til Reykjavíkur, eins og gert er ráð fyrir í áætluninni, verði um 5 klst. aðra leiðina með viðkomu á Raufarhöfn og Kópaskeri.
  • Ökutími milli Þórshafnar og Reykjavíkur er um 7-8 klst. í einkabíl í góðri færð. Ferðatími  yrði því um 10-12 klst. með strætisvagni. Það segir sig sjálft að hugmyndir um niðurskurð á flugi og bættum almenningssamgöngum fara ekki saman.
  • Tilvist flugvallarins á Þórshöfn og við aðra þéttbýlisstaði  er  nauðsynlegur þáttur í öryggi íbúa, þar sem sjúkraflug er nokkuð algengt á svæðinu. Dæmi eru um þar sem sjúkraflug hefur skipt öllu máli við að koma sjúklingum undir læknishendur hratt og örugglega.
  • Veðurfar á Norðausturlandi býður ekki upp á að íbúar svæðisins reiði sig einvörðungu á vegasamgöngur, sér í lagi á stað eins og í Langanesbyggð þar sem allar slíkar samgöngur eru um langa fjallvegi, en aðrar almenningssamgöngur eru ekki í boði fyrir íbúa á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum