fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

„Þetta er hryðjuverk“

Keyrði vörubíl inn í hóp af fólki

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 8. janúar 2017 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Jerúsalem skaut niður grunaðan hryðjuverkamann sem keyrði vörubíl inn í hóp hermanna. Minnst 15 særðust. Þessu greinir fréttaveita BBC frá rétt í þessu.

Áður kom fram að fólkið hefði verið gangandi vegfarendur en nú hefur komið í ljós að um hermenn var að ræða. Árásin var gerð á vinsælli göngugötu með útsýni yfir gamla bæinn í Jerúsalem.

“Þetta er sláandi hryðjuverk,” segir talskona lögreglunnar í samtali við ísraelska útvarpið. Greint var frá að lík væru dreifð um göturnar. Komið hefur í ljós að fjórir hafi látist í árásinni, þrjár konur og einn karlmaður. Voru þau öll á þrítugsaldri. Einnig sagði hún að árásarmaðurinn hefði verið skotinn af hópnum sem hann réðst á.

Lögregluforingi í Ísrael, Roni Alsheich, sagði í viðtali við fréttamenn að árásarmaðurinn hefði verið frá arabísku hverfi í austur Jerúsalem.

Einungis eru fáeinar vikur síðan 12 manns létust í árásinni í Berlín, þar sem flutningabíll ók inn í mannsfjölda á markaðnum þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns