fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Enginn skortur á stéttarvitund hjá forstjórum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéttarvindund er ekki fyrirbæri sem hefur átt sérstaklega upp á pallborðið síðustu áratugina. Alþýðu manna hefur frekar skort stéttarvitund – á Vesturlöndum höfum við horft upp á mikla millistéttarvæðingu. Hún getur þó verið blekkingum háð – og til dæmis byggt á mikilli skuldsetningu. Skuldir hafa hvarvetna aukist.

Og þeir eru margir sem telja sig vera í millistétt sem kannski ekki mega missa meira en tvenn eða þrenn mánaðarlaun og þá er allt komið í óefni.

En hjá einum hópi manna skortir ekki stéttarvitund, ekki aldeilis. Það er hjá stétt forstjóra sem alls staðar hefur hækkað í launum, beinlínis rokið upp, á síðustu tveimur áratugum miðað við aðra.

Þetta segir sögu um menn sem hugsa um hag hver annars. I’ll scratch your back if you scratch mine, segir máltæki á ensku. Forstjóri situr í stjórn annars fyrirtækis og hækkar laun forstjórans í því fyrirtæki, sá situr svo í stjórn annars fyrirtækis og er fjarskalega samþykkur því að hækka laun forstjórans þar.

Og svo koll af kolli. Þetta er svo mikil gagnkvæmni að það er næstum hugnæmt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum