fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Japanskt geimfar lenti á fjarlægum loftsteini í nótt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 17:30

Loftsteinninn Ryugu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það braust mikill fögnuður út í stjórnstöð japönsku geimferðastofnunarinnar, Jaxa, í nótt þegar merki bárust til jarðar um að geimfarið Hayabusa2 hefði lent heilu og höldnu á loftsteininum Ryugu sem er í um 340 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni.

Lendingunni hafði verið seinkað um marga mánuði því það reyndist snúnara en talið var í upphafi að lenda geimfarinu á hrjúfu yfirborði Ryugu.

Geimfarið á að skjóta skutli inn í yfirborð loftsteinsins til að safna sýnum úr honum sem það á að taka með sér aftur til jarðarinnar. Vísindamenn vonast til að þessi sýni geti veitt nýjar upplýsingar um uppruna jarðarinnar og sólkerfisins. Einnig er vonast til að sýnin geti veitt svör við hvernig líf hófst á jörðinni.

Talið er að töluvert sé af lífrænum efnum og vatni á Ryugu en efnin gætu verið allt að 4,6 milljarða ára gömul.

Hayabusa2 var skotið á loft í desember 2014 og kom að loftsteininum í júní á síðasta ári. Ætlunin var að lenda á honum í október en því var frestað eins og fyrr greinir. Reiknað er með að Hayabusa2 snúi aftur til jarðar, með sýnin, í árslok 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið