fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Lögreglan taldi að kannabisframleiðsla færi fram í húsinu – Það var eitthvað allt annað á seyði þar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 05:59

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa hitamyndavélar rutt sér til rúms hjá lögregluliðum víða um heim. Þær eru um margt gagnlegar og til dæmis er hægt að nota þær til að sjá hvort mikið hitaútstreymi er frá húsum og bera saman við húsin í nágrenninu. Mikið hitaútstreymi getur bent til að kannabisræktun fari fram og það gera háir rafmagnsreikningar líka.

Ástralska lögreglan réðst nýlega til inngöngu í hús þar sem talið var að umfangsmikil kannabisræktun ætti sér stað en hitamyndavélar höfðu sýnt mikið hitastreymi frá húsinu. En það var engin kannabisræktun í gangi í húsinu. Eigandi þess, Rob Butvila, var hins vegar önnum kafinn við að grafa eftir rafmynt og þurfti töluverðan tölvubúnað til þess en hann gefur einmitt töluverðan hita frá sér.

Auk þess var hann með sólarsellur á þakinu og öryggismyndavélar vöktuðu garðinn. Einnig var hann búinn að setja upp stóra viftu til að dæla út lofti en kannabisræktendur nota einmitt oft slíkan búnað. Einnig höfðu lögreglunni borist ábendingar um að dularfullur aðili kæmi í húsið seint á kvöldin.

En Butvila gat útskýrt þetta allt saman. Viftan var auðvitað til kælingar á lofti, sólarsellurnar voru til að lækka rafmagnsreikninginn og eftirlitsmyndavélarnar voru einfaldlega til að fylgjast með húsinu og garðinum því Butvila var ekki enn fluttur í húsið. Nú og maðurinn sem kom á kvöldin, jú það var Butvila sem kíkti við til að vinna í húsinu og gera það íbúðarhæft.

Honum brá að vonum mjög í brún þegar hann kom í húsið að húsleit lögreglunnar lokinni. Lögreglan hafði skilið húsið eftir ólæst. Hlið, girðingar og dyr höfðu verið fjarlægðar og það ekki á „mjúkan“ hátt. Þá hafði verið klippt á víra eftirlitsmyndavélanna og einn harður diskur hafði verið tekinn.

Helsta verkefni Butvila þessa dagana er að reyna að fá svör hjá lögreglunni og að fá hana til að greiða viðgerðarreikninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt