fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Eldri kona myrt í norskum kirkjugarði – Tilviljun réði því að ráðist var á hana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 06:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis á þriðjudaginn  var ráðist á konu á sjötugsaldri í kirkjugarði í Haugesund í Noregi. Henni voru veittir áverkar og lést hún af völdum þeirra aðfaranótt miðvikudags. Norskir fjölmiðlar segja að exi hafi verið notuð við árásina en lögreglan hefur ekki staðfest það.

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á vettvangi en hann er grunaður um að hafa ráðist á konuna. Lögreglan segir að ekki sé að sjá að fólkið hafi þekkst eða tengst á nokkurn hátt. Svo virðist sem tilviljun hafi ráðið því að ráðist var á þessa konu.

Lögreglan rannsakar nú hvort innbrotstilraun, fyrr um daginn, tengist málinu en þar var exi notuð. Hinn handtekni hefur áður komið við sögu  lögreglunnar vegna ýmissa mála, þar á meðal margra ofbeldisbrota. Hann hefur hlotið um 40 dóma í gegnum árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum