fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Inga var bara einum bókstaf frá því að vera boðið í Höfða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 20:50

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag bauð borgarstjórn öllum þingmönnum til fundar í Höfða. Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og þingmanni hans, var þó ekki boðið. Inga var ævareið yfir því að hafa verið sniðgengin. Nú hefur hins vegar komið í ljós skýring á því hvers vegna Inga var skilin eftir út undan en þar var um að ræða mannleg mistök. Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Reykjavíkurborg um málið:

Mannleg mistök urðu til þess að boð á fund borgarstjórnar og þingmanna Reykjavíkur bárust ekki Ingu Sæland formanni  Flokks Fólksins og þingmanni Reykjavíkur. 

Fundurinn var haldinn í Höfða og var öllum þingmönnum beggja kjördæma Reykjavíkur boðið. 

Reykjavíkurborg harmar mistökin sem lýsa sér þannig að við útsendingu boðsins vantaði einn bókstaf í netfang formannsins. Um var að ræða bókstafinn “i” í “althingi”. 

Beðist er velvirðingar á mistökunum og var strax haft samband við formanninn og útskýrt hvað gerst hafði áður en fundur hófst og hún jafnframt beðin afsökunar a þessum leiðu mistökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum