fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 12:15

Mynd-Félag atvinnurekenda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöldum á Íslandi ber að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins varðandi innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum. Þetta er niðurstaða rökstudds álits Eftirlitsstofnunnnar EFTA, ESA sem birt var í dag.

Í tilkynningu segir að samkvæmt íslenskum lögum þurfi innflutningsaðilar að sækja um sérstaka heimild ef þeir hyggjast flytja inn ferskt kjöt og aðrar kjötvörur, hrá egg, ógerilsneidda mjólk og mjólkurvörur unnar úr ógerilsneiddri mjólk. Þann 14. nóvember 2017 komst EFTA dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að slíkar innflutningstakmarkanir væru brot á EES samningnum.

„Þessar auknu kröfur eru brot á tilskipun um eftirlit með dýraafurðum og viðskiptum með þær á EES svæðinu. Helsti tilgangur tilskipunarinnar er að styrkja heilbrigðiseftirlit á framleiðslustað matvæla og á sama tíma að takmarka hömlur í formi aukins eftirlits á áfangastað matvæla. Þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki brugðist við niðurstöðu EFTA dómstólsins hefur ESA tekið ákvörðun um að senda íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Sjá nánarRíkið viðurkennir brot á lögum þegar fersk egg voru gerð upptæk

Hér má nálgast bréf ESA í fullri lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?