fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hryllingur í ferðamannaparadís – Höfuðlaus lík rak á land

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 05:59

Koh Tao. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamönnum á Mae Ramphueng ströndinni í Taílandi brá heldur betur í brún í síðustu viku þegar tvö höfuðlaus lík rak á land þar og á nærliggjandi strönd. Auk þess fannst kvenmannshöfuð í sjónum. Lögreglan er engu nær um af hverjum líkin eru eða hvað gerðist.

Independent skýrir frá þessu. Annað líkið rak á land á Mae Ramphueng ströndinni sem eru um 100 km sunnan við höfuðborgina Bangkok. Ekki hafa verið borin kennsl á líkið en það er með húðflúr, á ensu, á öðrum úlnliðnum. Auk þess var greinileg skurðsár á hálsinum.

Hitt  líkið fannst á annarri strönd, um 10 km frá Mae Ramphueng. Það lík var aðeins í nærbuxum.

Independent segir að lögreglan telji að maðurinn með húðflúrið hafi látist að minnsta kosti viku áður en lík hans fannst. Þá telja yfirvöld að hinn maðurinn hafi látist að minnsta kosti 10 dögum áður en hann fannst.

Sjómenn frá Prapadaeng fundu kvenmannshöfuð í sjónum í síðustu viku en líkaminn hefur ekki fundist. Lögreglan telur að öll þessi mál tengist. Það er forgangsverkefni lögreglunnar að bera kennsl á líkin en hún hefur ekki komist langt áleiðis með það verk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni