fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
FréttirLeiðari

Dagdraumar um fimm flokka stjórn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 13. desember 2016 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki kemur á óvart að fimm flokka óformlegum viðræðum um ríkisstjórnarsamstarf hafi verið slitið. Einu flokkarnir sem virtust ganga glaðir í bragði til þessara viðræðna voru Píratar og Samfylkingin. Píratar fengu glampa í augun um leið og þeir sáu fram á að vera leiðandi afl í stjórnarmyndunarviðræðum og virtust um leið missa hluta af raunveruleikaskyninu því þeir voru furðu fljótir að blása í lúðra og boða þann „fögnuð“ að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman og færu í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Aðeins herslumuninn vantar upp á að takist að mynda nýja ríkisstjórn fimm flokka,“ sagði Birgitta Jónsdóttir í sjónvarpsviðtali.

Það hefði sannarlega verið saga til næsta bæjar ef Birgittu og félögum hefði tekist það sem Katrínu Jakobsdóttur mistókst. Katrín, sem er merkilegur og öflugur stjórnmálamaður, hefur legið undir ámæli fyrir að hafa ekki nennt að standa í viðræðum um fimm flokka stjórn þegar hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Katrín hefur bein í nefinu og hefur sennilega mjög fljótlega áttað sig á að ekki væri grundvöllur fyrir myndun slíkrar stjórnar. Píratar virðast ekki hafa haft sama stöðumat og óskhyggja kom í stað raunsæs mats með tilheyrandi innistæðulausum yfirlýsingum.

Samfylkingin tók þá afstöðu strax eftir kjördag að elta Pírata og átti kannski enga aðra kosti. Flokkur í dauðateygjum gerir hvað sem er til að tóra ögn lengur. En er það ekki móðgun við kjósendur að flokkur sem nánast þurrkaðist út af hinu pólitíska korti skuli telja sig eiga erindi í ríkisstjórn? Þjóðin hafnaði Samfylkingunni. Er ekki kominn tími til að Samfylkingin, eða það sem eftir er af henni, átti sig á því!

Það er líka erfitt að sjá hvaða erindi Viðreisn ætti að eiga í stjórn undir forsæti Pírata. Kjósendur Viðreisnar eru ekki líklegir til að vilja sjá flokkinn í slíku kompaníi. Kjósendur Bjartrar framtíðar eru af nokkru öðru tagi enda sá flokkur miðjuflokkur sem hefur hvað mest svigrúm til að valsa til hægri og vinstri eftir eigin geðþótta.

Ætli það megi ekki flokka hugmyndina um fimm flokka ríkisstjórn sem dagdrauma. Slík stjórn afar ólíkra flokka hefði aldrei orðið langlíf. Óróleiki og vantraust milli manna hefði fylgt henni svo að segja frá fyrsta degi. Það er því fremur ástæða til að fagna þessari niðurstöðu en harma hana. Þjóðin þarf sterka og samhenta ríkisstjórn en ekki stjórn þar sem hver höndin er upp á móti annarri, eins og hefði örugglega orðið hefðu þessir flokkar náð samkomulagi.

Þær raddir heyrast að best væri að boða til kosninga á ný. Engin þörf er á því. Það er greinilega mikið vandaverk að mynda sterka ríkisstjórn en alls ekki ómögulegt. Það hljóta að finnast stjórnmálaflokkar í þessu landi sem eiga samleið. Borgarar þessa lands eiga skýlausa kröfu um að stjórnmálamenn sýni ábyrgð og víki til hliðar persónulegum væringum og smávægilegum skoðanamun. Klárið málið fyrir jól!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“