fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Stefnt að rafrænum auðkennum árið 2020 – „Norðurlöndin eru samþættasta svæði í heimi“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 17:00

Sigurður Ingi Mynd-norden.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjáls för milli landa er einn af hornsteinum norræns samstarfs og nú á að auðvelda fólki enn frekar að flytja til annars norræns ríkis til að starfa, reka fyrirtæki, stunda nám eða bara eiga þar heima. Þetta er meðal markmiða framkvæmdaáætlunar um hreyfanleika á Norðurlöndum sem samstarfsráðherrarnir samþykktu í Reykjavík 7. febrúar á fyrsta fundi sínum á formennskutíma Íslands.

Framkvæmdaáætlunin byggir að hluta á auknum stuðningi við fjöldamörg einstök verkefni og áætlanir sem styrkja hreyfanleika almennings og að hluta á að taka saman úrræði sem eiga að bæta úr aðstæðum til hreyfanleika og aðlögunar á Norðurlöndum, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Framkvæmdaáætlunin tekur til tímabilsins 2019-2021

„Norðurlöndin eru samþættasta svæði í heimi, engu að síður eru víða tækifæri til þess að bæta stöðuna enn frekar, einnig á okkar svæði. Aukinn hreyfanleiki styrkir auk þess norræna samkennd og eykur gagnkvæman tungumálaskilning á svæðinu,“

segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sem stýrir starfi samstarfsráðherranna árið 2019.

Framkvæmdaáætlunin tekur til allra málefnasviða ráðherranefndarinnar og áhersla er lögð á stafræna væðingu, viðurkenningu á menntun frá öðru norrænu ríki ásamt samstarf um innleiðingu ESB-löggjafar.

„Mig langar sérstaklega að benda á að við stefnum að því að að ganga frá þeim innviðum sem þarf til þess að gera okkur kleift strax á árinu 2020 að nota rafræn auðkenni frá heimalandi okkar um öll Norðurlönd. Mikilvægi þessara umbóta má líkja við vegabréfasambandið,“

segir Sigurður Ingi.

Svæði án landamæra fyrir ungt fólk

Í mörgum verkefnanna er sjónum sérstaklega beint að ungu fólki. Í framkvæmdaáætluninni er meðal annars aukinn stuðningur við skiptinámsáætlanirnar Nordic Master og Nordplus sem þegar gerir ár hvert 8.500 ungum Norðurlandabúum kleift að stunda nám í öðru norrænu ríki. Þá á að auðvelda ungu fólki að komast inn á vinnumarkaðinn utan heimalands síns.

Í framkvæmdaáætluninni er undirstrikað sérstaklega hlutverk Stjórnsýsluhindranaráðsins í vinnunni við að ryðja úr vegi einstökum hindrunum sem varða hreyfanleika, svo kölluðum stjórnsýsluhindrunum, á svæðinu.

Sömuleiðis er bent á mikilvægi þess að auka aðgang að upplýsingum um þá möguleika sem eru fyrir hendi á svæðinu. Upplýsingaþjónusta ráðherranefndarinnar, Info Norden og upplýsingaþjónusta landamærasvæðanna veita ár hvert hundruðum þúsunda Norðurlandabúa svör við spurningum sem varða möguleika á að koma sér fyrir í einu af norrænu grannríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben