fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Íþróttafélag Reykjavíkur fær fjölnota íþróttahús

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verksamningur um byggingu fjölnota íþróttahúss og hliðarbyggingu var í gær formlega undirritaður í húsakynnum ÍR í Suður-Mjódd. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hans Christian Munck forstjóri, skrifuðu undir verksamning, byggingafyrirtækið Munck varð hlutskarpast í alútboði fyrr í vetur um hönnun og framkvæmdir við íþróttahúsið og hliðarbygginguna, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Íþróttahúsið verður rúmir 4.300 fermetrar að stærð og hliðarbygging þess tæpir 1.300 fermetrar. Heildarkostnaður við þessi mannvirki er áætlaður 1,2 milljarður króna.

Húsið samanstendur af fjölnota íþróttasal, sem er á stærð við hálfan knattspyrnuvöll,  auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins. Tveggja hæða hliðarbygging verður meðfram eystri langhlið salar og er í henni meðal annars gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslurýmum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu. Íþróttahúsið á að verða fullklárað og rekstrarhæft í ársbyrjun 2020.

Á svæði ÍR í Suður Mjódd er einnig verið að búa til nýjan frjálsíþróttavöll ásamt þjónustuhúsi, sem nú þegar er uppsteypt. Frjálsíþróttavöllinn verður tekinn í notkun í júlí í sumar. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi með áhorfendasætum, en ekki hefur verið tímasett hvenær þær framkvæmdir hefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum