fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

30 milljónir settar í eftirlit með heilsugæslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita 30 milljónir króna til að sinna eftirliti með því að þjónusta og rekstur heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé samræmi við Kröfulýsingu vegna rekstrar heilsugæsluþjónustu. Kröfulýsingin tók gildi í tengslum við breytt fjármögnunarkerfi heilsugæslunnar sem innleitt var í ársbyrjun 2017.

Fjármögnunarkerfið byggist á því að framlög til einstakra heilsugæslustöðva ræðst af samsetningu notendahópsins sem þar er skráður og líklegri þörf hópsins fyrir þjónustu. Ef hlutfall aldraðra er t.d. hátt í þjónustuhópnum, eða hátt hlutfall einstæðra foreldra eða öryrkja hefur það áhrif á fjármögnun stöðvarinnar. Fjármögnunin tekur þannig mið af ýmsum þekktum breytum sem vitað er að hafa áhrif á kostnað við þjónustu heilsugæslustöðva. Í þessu felst að heilsugæslustöð fær meira greitt fyrir sjúkling sem er t.d. aldraður með þunga sjúkdómsbyrði heldur en þann sem er á besta aldri og almennt við góða heilsu.

Í kröfulýsingunni sem gildir jafnt um opinberar og einkareknar heilsugæslustöðvar, eru tilgreindir þeir lágmarksþættir sem falla undir þjónustu heilsugæslustöðva og lýst þeim kröfum sem gerðar eru til rekstraraðila við framkvæmd og útfærslu heilsugæsluþjónustu.

Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis annast formlegt eftirlit með því að heilsugæslustöðvar starfi í samræmi við gildandi kröfulýsingu og uppfylli öll skilyrði sem þar eru tilgreind. Helstu þættir eftirlitsins munu felast heimsóknum á heilsugæslustöðvar til að taka út starfsemi þeirra, gerð þjónustukannana, auk þess að rýna og hafa eftirlit með skráningu stöðvanna á gögnum og upplýsingum, ásamt öðum athugunum á innri þáttum starfsemi þeirra.

Sjúkratryggingar Íslands birtu í ágúst 2018 úttektarskýrslu um heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjallað var um reynsluna af breyttu fyrirkomulagi fjármögnunar eftir fyrsta árið frá innleiðingu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“