fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Segja faraldurinn hörmungar – Fólk hefur gleymt alvarleikanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mislingafaraldur herjar nú á Washington í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld meta stöðuna sem svo að hér sé um heilbrigðishörmungar að ræða. En samt sem áður bætist sífellt við þann hóp foreldra sem vilja ekki láta bólusetja börn sín.

Hugsanlega telja sumir að faraldrar á borð við þennan heyri sögunni til og taki hættuna því ekki alvarlega.

Lítill bær, nærri Portland í Oregon, hefur vakið sérstaka athygli bandarískra heilbrigðisyfirvalda en þar er óvenjulega hátt hlutfall foreldra sem eru mótfallnir bólusetningum. Það hafa komið fram sjónarmið í gegnum tíðina um að bólusetningar geti haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér, þar á meðal einhverfu, en niðurstöður margra rannsókna hafa sýnt að engin tengsl eru þar á milli.

En þetta hefur ekki slegið alla út af laginu og andstöðuhópar við bólusetningar hafa heldur sótt í sig veðrið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett andstöðuna við bólusetningar á topp tíu lista sinn yfir mestu hætturnar sem steðja að heilbrigði mannkyns á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Í gær

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf