fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Trump kennir Íslendingum um kuldakastið í Bandaríkjunum – Eða hvað?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 06:24

Umrætt tíst Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðvesturríkin eru bandaríski hluti Bandaríkjanna. Það er nístingskuldi þar. Flugvélar geta ekki flogið vegna ísingar. Þetta er Íslandi að kenna! Vörumerki þeirra er ís. Þetta liggur í nafninu, fólk! Hlutverk Íslands er ís. Þeir eru að senda hann til okkar! Ekki lengur! #MAGA“

Svona hljóðar tíst frá Donald Trump á Twitter frá því í gær þar sem hann kennir okkur Íslendingum um hið mikla kuldakast sem hefur herjað á stóran hluta Bandaríkjanna í þessari viku. Fjölmargir Íslendignar hafa deilt þessari færslu og frétt af skrifum Trump á samfélagsmiðlum undanfarnar klukkustundir og kannski hugsa sumir honum þegjandi þörfina fyrir vitleysu sem þessa. En það er ekki allt sem sýnist í þessu.

Umrætt tíst Trump.

Hér er einfaldlega um falsfrétt að ræða eða kannski mætti öllu heldur flokka þetta sem grín en þetta var upphaflega sett fram á vefsíðunni patheos.com. Þar er bent á að Trump, sem skrifaði þetta ekki, hafi rétt fyrir sér um að það séu miklir kuldar í Bandaríkjunum en þeir hafa orðið að minnsta kosti átta manns að bana til þessa.

Á vef patheos.com er ekki látið við það sitja að „hafa þessi skrif“ eftir Trump heldur er einnig fjallað um viðbrögð demókrata. Þeir eru sagðir sammála um að Ísland eigi engan hlut að máli hvað varðar kuldakastið en hafi samt sem áður ekki komist að samkomulagi um hvernig á að svara þessu tísti Trump. Sumir þingmenn demókrata eru sagðir vilja hunsa þessi skrif hans með öllu því það sé ekki gott að svara heimsku því þá breiðist hún enn frekar út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér