fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í gær

Verðlauni afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. desember 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru veitt í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum og handhafar verðlaunanna að þessu sinni voru:

Í flokki einstaklinga. Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, fyrir störf sín í þágu fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra.

Í flokki fyrirtækja/stofnanna. Dagsól ehf./verslunin Next, fyrir metnaðarfulla starfsmannastefnu sem felur meðal annars í sér að ráða fólk með skerta starfsgetu.

Í flokki umfjöllunar/kynningar. Tabú, fyrir fræðslu og markvissa umfjöllun um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu.

Einnig voru afhentir styrkir til íþróttafólks sem keppti á Ólypíumóti fatlaðra í Brasilíu í september. Hver Ólympíufari fékk 200.000 krónur í styrk frá Öryrkjabandalaginu. Þeir sem hlutu styrk voru Helgi Sveinsson spjótkastari, Jón Margeir Sverrisson sundmaður, Sonja Sigurðardóttir sundkona, Thelma Björg Björnsdóttir sundkona og Þorsteinn Halldórsson bogfimimaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu