fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Þetta borðar ofurparið yfir daginn: Listinn yfir það sem er bannað er ansi langur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 16:00

Tom og Gisele.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Gisele Bundchen, fyrirsæta og Tom Brady, ruðningskappi fylgja mjög ströngu mataræði sem felst í því að borða áttatíu prósent grænmeti og tuttugu prósent magurt kjöt. Það sem er á bannlistanum er hins vegar afar áhugavert.

Grænmetissúpa

Grænmetissúpa er mjög vinsæl á heimilinu og nauðsynlegt að nota lífrænt grænmeti í súpuna.

https://www.instagram.com/p/859z0VntJW/?utm_source=ig_embed

Ferskir ávextir

Tom er ekkert sérstaklega hrifinn af ávöxtum og borðar eingöngu banana yfir daginn. Gisele er hins vegar mjög hrifin af ávöxtum á meðan Tom gúffar frekar í sig grænmeti.

https://www.instagram.com/p/rNjCAnHtHa/?utm_source=ig_embed

Ferskt grænmeti

Tom elskar grænmeti en fær þó ekki að borða allt grænmeti. Tómatar, paprikur, sveppir og eggaldin eru á bannlista þar sem það grænmeti getur kynnt undir bólgu, en á tyllidögum fær Tom sér þó smá af tómötum.

https://www.instagram.com/p/bJIteRntFl/?utm_source=ig_embed

Grænn safi

Gisele er ofsalega hrifin af grænum söfum og býr til svoleiðis drykki úr ávöxtum og grænmeti fyrir fjölskylduna.

https://www.instagram.com/p/ySI5HmHtD3/?utm_source=ig_embed

Kínóa

Fjölskyldan borðar helst kínóa, brún hrísgrjón eða annað heilkorna meti þegar hún vill gera vel við sig.

https://www.instagram.com/p/mxr4PIntBE/?utm_source=ig_embed

Volgt vatn með sítrónu

Eins og sést á Instagram-reikningi Gisele byrjar hún hvern dag á volgu vatni með sítrónu, eins og svo margar aðrar stjörnur.

Magurt kjöt

Kjöt er í algjöru lágmarki á heimilinu en þegar það er í boði er það magurt, til dæmis kjúklingur eða lax.

Granola

Heimatilbúið granola er snarl hjónanna yfir daginn, en það inniheldur til að mynda þurrkaða ávexti og ávaxtaleður.

https://www.instagram.com/p/x3m188HtKN/?utm_source=ig_embed

Kókosvatn

Gisele er með kókosvatn á heilanum, sérstaklega beint úr kókoshnetunni. Ef hún er ekki að drekka grænan safa þá er hún að fá sér kókosvatn

Matur sem er bannaður

Sykur er á algjörum bannlista hjá hjónunum sem og hvítt hveiti, MSG, salt með joði, tómatar, paprikur, sveppir, eggaldin, koffín og mjólkurvörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“