fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Vilja hraða undirbúningi að lagningu sæstrengs

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 09:37

Mynd- fariceisvefur.eplica.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þingsályktunartillögu um fjarskiptaáætlanir er lagning þriðja gagnastrengsins til Evrópu ekki tímasett sérstaklega. Bæði Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins vilja hraða lagningu nýs sæstrengs, samkvæmt sameiginlegri umsögn samtakanna um tillögu að fjárskiptaáætlun sem til umfjöllunar er í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Morgunblaðið greinir frá.

 „Samtökin leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar,“

segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.

Þeir tveir sæstrengir sem Ísland reiðir sig á, Farice 1 og Farice 2, eru orðnir 15 ára gamlir. Aldrei hefur orðið bilun á þeim í sjó og er afkastageta þeirra sögð duga oss í mörg ár í viðbót. Hinsvegar er talið að bilanatíðni muni aukast á næstu árum, sem geti leitt til gagnrofs, samkvæmt umsögn samtakanna.

Samkvæmt áætluninni er það markmiðið að þrír sæstrengir tengi Ísland við Evrópu frá þremur mismunandi landtökustöðum, en nýr strengur er sagður eiga að liggja frá suðurströnd Íslands til Írlands, en þær áætlanir eru ekki tímasettar.

„Ef Íslandi er alvara með að efla gagnaversiðnaðinn þarf að efla gagnatengingarnar, meðal annars með lagningu nýs sæstrengs,“

segir Sigríður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að