fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

15 heitustu staðir jarðarinnar í gær voru allir í sama landinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

15 hæstu hitatölur gærdagsins á jörðinni voru allar í Ástralíu en þar er hitabylgja þessa dagana. Mesti hitinn mældist í Tarcoola í South Australia en þar mældust 49,1 stig. Í Port Augusta mældist hitinn 49 stig. Í dag er spáð 45 stiga hita eða meira í stærsta hluta suðausturhluta landsins. Þessir miklu hitar munu liggja yfir Ástralíu í nokkra daga til viðbótar samkvæmt spám.

The Sydney Morning Herald skýrir frá þessu. Haft er eftir Jacob Cronje, veðurfræðingi hjá Weatherzone, að það muni ekki koma honum á óvart ef hitinn fer yfir 50 stig í þessari hitabylgju. Hann segir að í lok vikunnar ættu mörg hitamet að falla í New South Wales en Sydney er einmitt í því ríki.

Frá því að mælingar hófust hefur það aðeins gerst þrisvar að meira en 50 stiga hiti hafi mælst í Ástralíu. Það gerðist síðast í febrúar 1998 þegar hitinn fór í 50,5 stig í Mardie í Western Australia. Hin tvö skiptin voru í janúar 1960 en þá mældist hitinn 50,7 stig í Oodnadatta í South Australia og 50,3 stig daginn eftir.

Samkvæmt spám sleppa milljónaborgirnar Sydney og Melbourne við mestu hitana að þessu sinni en þar er þó allt að 34 stiga hiti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Í gær

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi