fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Sá dularfullan bíl daginn sem Anne-Elisabeth var rænt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 08:25

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágranni Hagen-hjónanna sá dularfullan bíl nærri húsi þeirra hjóna daginn sem Anne-Elisabeth var rænt. Eins og skýrt hefur verið frá var Anne rænt af heimili þeirra hjóna í Noregi þann 31. október og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Lausnargjalds upp á 9 milljónir evra hefur verið krafist fyrir lausn hennar.

„Ég var í morgungöngutúr með hundinn þegar bíl var ekið framhjá innganginum að stigaganginum. Það er ekki óalgengt í sjálfu sér en menn stoppa venjulega við enda blokkarinnar þar sem vegurinn endar. En í þessu tilfelli var bílnum ekið áfram yfir grasflötina og upp á malarstíginn sem liggur upp að húsi Hagen-hjónanna.“

Þetta sagði nágranni Hagen-hjónanna í samtali við VG. Hann sagði að bílnum hefði ekki verið ekið greitt en heldur ekki eins rólega og hefði verið eðlilegt miðað við hvar honum var ekið. Nágranninn telur að bíllinn hafi verið silfurgrár, líklegast jeppi, með norsk skráningarnúmer. Hann sá ekki bílstjórann eða hversu margir voru í bílnum. Þetta gerðist á milli klukkan 8.30 og 10.30 þann 31. október að sögn nágrannans. Lögreglan telur að Anne hafi verið rænt á milli klukkan 09.15 og 13.30.

Aðrir íbúar í hverfinu segja að aksturslag bílsins hafi verið mjög óvenjulegt og að enginn í hverfinu eigi bíl sem passar við þessa lýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi