fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Matur

Heitar umræður um ketó: „Þekki til fólks sem er orðið öryrkjar í dag vegna þess að það tók ketó of langt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 12:30

Skiptar skoðanir um ketó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður hafa sprottið upp um ketó-mataræðið inni í Facebook-hópnum Vegan Ísland, þar sem er að finna grænkera eða alla þá sem hafa áhuga á vegan mataræði. Ketó-mataræðið gengur út á að borða lágkolvetna mat og velja margir að borða mikið kjöt á mataræðinu til að fá nóg af próteini.

Sá sem hefur umræðurnar telur að ketó-mataræðinu sé stillt uppá móti vegan fæði.

„Mér finnst þetta sett upp sem einhverskonar mótsvar við veganisma. Tökum burtu siðferðislegu hliðina, og tőlum bara um heilsufarslega þáttinn. Ókei, mjög líklega virkar þetta ágætlega ef maður vill grenna sig, en að borða svona mikið magn af kjöti er alltaf óhollt, það er „common sense“.Ef maður er bara að hugsa um hollustuna. Það er allavega það sem èg held,“ skrifar hann.

Óheilsusamleg bóla sem mun springa

Þeir sem skrifa athugasemdir við færsluna eru flestir sammála um að ketó sé alls ekki mótsvar við veganisma. Nánast allir eru þó þeirrar trúar að ketó-mataræðið sé skammtímalausn, og frekar óhollt.

„Þetta er bara trend kúr eins og Atkins hérna í den. Óheilsusamleg bóla sem mun springa. Enda búið að „debunka“ ketó sem langtímakúr. Virkar til að léttast en margir hverjir þróa með sér alls konar sjúkdóma með árunum,“ skrifar einn og annar bætir við.

„Matarkúr er skamtímalausn, sama hvað hann heitir. Þekki til fólks sem er orðið öryrkjar í dag vegna þess að það tók ketó of langt, beikon í öll mál.“

„Seriously fokt kúr“

Einn meðlima hópsins tekur strangt til orða og segir ketó vera „seriously fokt kúr“, á meðan annar bendir á að ekki sé mælt með því að vera ketó lengi.

„Þetta kemur veganisma ekkert við. Þetta snýst um að koma líkamanum í ketosis. Það er hægt að vera á vegan ketó, er bara aðeins erfiðara. Það er ekki mælt með að vera lengi á ketó því líkaminn getur myndað insúlín ónæmi. Ég hef sjálf verið á svipuðu mataræði sem heitir „carb nite“ en það er eins með það að það er mjög erfitt en ekki ómögulegt að vera vegan á því.“

Svo bendir einn notandi hópsins réttilega á að ketó-mataræðið hafi verið hannað til að stjórna hormónastarfsemi flogaveikra, eins og kom fram í máli læknisins Teit Guðmundssonar fyrir nokkru.

„Það að fara á mataræði sem er hugsað til þess að aðstoða við alvarlega læknisfræðilega kvilla til þess eins að sækjast eftir aukaverkunum er í besta falli heimskulegt og það ætti hver einasti einstaklingur að sjá hvað það er klikkað, allavegana þeir sem hafa greindarvísitölu yfir stofuhita.“

Ketó-mataræðið hefur notið mikilla vinsælda uppá síðkastið, en meðal þeirra sem hafa gagnrýnt mataræðið harðlega er einkaþjálfarinn Jillian Michaels. Þá kom nýlega út svört skýrsla þar sem það var fullyrt að neysla kolvetna gætu minnkað líkur á hjartasjúkdómum og aukið lífslíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa