fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Matur

Ótrúlegt en satt: Þetta eru ekki egg – Sjáið myndbandið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 15:30

Ótrúleg egg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bloggarinn Ellie Bullen er vegan og heldur úti blogginu og YouTube-rásinni Elsa‘s Wholesome Life. Í nýju myndbandi sýnir hún hvernig hún býr til vegan egg sem líta alveg eins og út og hefðbundin egg úr hænu. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið en fyrir neðan það fylgir uppskrift að eggjunum.

Vegan egg

Eggjarauða – Hráefni:

170 g grasker án hýðis
1 msk. næringarger
2 msk. maísmjöl
2 msk. vatn
2 msk. ólífuolía
¼ tsk. svart salt
¼ tsk. pipar
smá Himalayan salt

Eggjahvíta – Hráefni:

¼ bolli hrísgrjónahveiti
¼ bolli kókos- eða sojamjólk
1 msk. vatn
smá bleikt Himalayan salt

Aðferð:

Sjóðið graskerin í eggjarauðuna þar til þau eru mjúk. Búið til hvítuna á meðan með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál. Setjið til hliðar. Þegar graskerið er soðið er það sett í matvinnsluvél eða blandara með restinni af hráefnunum í eggjarauðuna. Blandað þar til blandan er silkimjúk, en hún á að vera í þykkari kantinum. Hitið pönnu yfir meðalhita og drissið 1 teskeið af olíu á pönnuna. Látið olíuna hitna og setjið síðan 2 matskeiðar af eggjahvítu í miðja pönnuna. Setjið lokið á í 10 sekúndur. Takið lokið af og bætið 1 matskeið af eggjarauðu í miðjuna á eggjahvítuna. Setjið lokið á í 30 sekúndur. Takið „eggið“ af pönnunni og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar