fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Segja að ESB sé reiðubúið til að fresta Brexit þar til í júlí

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem háttsettir embættismenn innan ESB segja þá verður hægt að fresta útgöngu Breta úr ESB, Brexit, þar til í júlí en eins og staðan er núna á útgangan að vera á miðnætti þann 29. mars.

The Guardian skýrir frá þessu. Blaðið segir að það eina sem þurfi til að fresta útgöngunni sé að forsætisráðherra Bretlands leiti til ESB og óski eftir frestun. Um leið og það gerist muni Donald Tusk, forseti ESB, boða til aukafundar leiðtoga aðildarríkjanna.

Breski forsætisráðherrann, sem er nú Theresa May, verður að gefa ESB upp ástæður fyrir ósk um seinkun útgöngunnar og lengd frestsins veltur á þeim rökum sem forsætisráðherrann mun færa fyrir ósk sinni.

Heimildarmenn blaðsins segja að ef May þrauki áfram á stóli forsætisráðherra og óski eftir lengri tíma til að sannfæra neðri deild breska þingsins um ágæti útgöngusamningsins, sem hún gerði við ESB fyrir áramót, þá verði henni boðin tæknileg frestun þar til í júlí. Aðrar heimildir blaðsins innan ESB herma að einnig sé hugsanlegt að bjóða lengri frestun ef það komi til dæmis til þess að Bretar kjósi aftur um Brexit en háværar kröfur eru uppi um að það verði gert.

Neðri deild breska þingsins á að greiða atkvæði um samning May við ESB um útgönguna á morgun þriðjudag. Nokkuð ljóst þykir að samningurinn verði felldur þrátt fyrir hvatningu May til þingmanna um að styðja hann. Í gær sagði hún að það verði „hörmulegt“ ef samningurinn verður ekki samþykktur. Í grein í dagblaðinu Sunday Express hvatti hún alla þingmenn neðri deildarinnar til að greiða atkvæði með samningnum og sagði að ef hann verður ekki samþykktur sé hætta á að Bretland yfirgefi ESB án samningsins eða að ekki verði af Brexit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau