fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Vestri frá 1958 er að gera allt vitlaust – Trump og stór múr koma við sögu – Myndband

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 06:55

Walter Trump að blekkja bæjarbúa. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrítugasta þætti vestraseríunnar Trackdown, sem var framleiddi á árunum 1957-1959, kemur dularfullur aðkomumaður í heimsókn í bandarískan smábæ. Maðurinn sannfærir íbúana um að fljótlega muni loftsteinar lenda á honum með tilheyrandi hörmungum. Eina leiðin til að bjarga bæjarbúum er að þeir greiði fyrir byggingu múrs úr töframálmi. Nafn mannsins? Jú, hann heitir Trump, Walter Trump.

Samkvæmt umfjöllun Variety var Trackdownserían sýnd á CBS frá 1957 til 1959. Þættirnir gerast í Texas að borgarstyrjöldinni lokinni. Aðalsöguhetjan er lögreglumaðurinn Hoby Gilman, leikinn af Robert Culp, sem gerir sitt besta til að vernda íbúa bæjarins og ríkisins alls.

Þrítugasti þátturinn var sýndur 9. maí 1958 og fjallar um óheiðarlega kaupsýslumanninn Walter Trump, sem er leikinn af Lawrence Dobkin, sem reynir að svindla á bæjarbúum. Hetja þáttarins, lögreglumaðurinn Hoby Gilman, lætur ekki sannfærast af fögrum fyrirheitum Trump en þegar hann reynir að grípa inn hótar Trump honum saksókn. Þetta tengja margir við Trump nútímans og þá stöðu sem uppi er í Bandaríkjunum. Það þarf því kannski ekki að undra að þátturinn, sem er hægt að horfa á neðst í þessari frétt, fer nú eins og eldur í sinu um netheima og hefur vakið mikið umtal. Ekki verður meira látið uppi um söguþráðinn hér og er áhugasömum bent á að horfa á þáttinn.

Það var Alex Hirch, höfundur Gravity Falls teiknimyndanna, sem tísti um þáttinn fyrir helgi og þá fór flóðbylgjan af stað.

„Hvað í fjandanum. Þetta er RAUNVERULEGT. Tekið upp 1958, fjallar um svikahrapp sem blekkir einfalda íbúa í smábæ til að byggja múr. Ekki nógu krassandi fyrir þig? GETTU HVAÐ SVIKAHRAPPURINN HEITIR.“

Skrifaði hann og birti smá brot úr þættinum.

Bæði CBS og vefsíðan Snopes, sem kannar áreiðanleika og sannleiksgildi frétta og vefsíða, hafa staðfest að þátturinn er frá 1958 og fjalli um Walter Trump og byggingu múrs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 5 dögum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum