fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Hún varð 114 ára: Fjölskyldan telur að þessi ofurfæða sé lykillinn að langlífinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 09:30

Lessie með dætrum sínum Verline og Vivian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lessie Brown, sem seint á síðasta ári var talin vera elsti, lifandi Bandaríkjamaðurinn, lést í vikunni. Lessie var 114 ára gömul.

Lessie fæddist í Georgíu árið 1904 og ólst upp á sveitabæ. Hún var ein af tólf börnum foreldra sinna en þegar hún óx úr grasi flutti hún til Cleveland. Alla ævina gerði hún tvennt á hverjum einasta degi. Hún fór í kirkju og borðaði að minnsta kosti eina sæta kartöflu á hverjum degi.

Í umfjöllun um Lessie í Cleveland Magazine í september í fyrra kemur fram að börn hennar og ættingjar telja að lykillinn að þessu langlífi sé einmitt þessi eina sæta kartafla á dag. Í viðtali við WJW-TV árið 2013 gaf Lessie lítið fyrir þær fullyrðingar fjölskyldumeðlimanna.

„Æi, ég veit það ekki. Margir segja að það sé út af því að ég borða mikið af sætum kartöflum, en ég held að það sé ekki ástæðan. Ég veit það ekki, ástæðan er kannski vilji Guðs.“

Sætar kartöflur eru tvímælalaust hollar en lengja þær lífið?

Sætar kartöflur eru hins vegar talin ofurfæða og hollari en hefðbundnar kartöflur. Meðalstór sæt kartafla inniheldur 103 kaloríur, 24 grömm af kolvetnum, enga fitu og 4 grömm af trefjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“