fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Forsætisráðuneytið íhugar að hvetja fullorðið fólk til að fara fyrr að sofa: „Ef mér hefði bara dottið þetta í hug fyrr“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðuneytið íhugar að efna til fræðslu sem er ætlað að hvetja fullorðið fólk til að fara fyrr að sofa. Þetta kemur fram í greinargerðinni „Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur“ hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Greinargerðin var unnin í forsætisráðuneytinu og í henni er skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Segir á vef Stjórnarráðsins að rannsóknir sýni að nætursvefn Íslendinga sé almennt séð of stuttur en slíkt geti verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Segir í greinargerðinni að líkleg skýring sé að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins.

Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu er boðið að taka þátt í samráði og leggja fram sín sjónarmið um stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga. Í kjölfarið verður svo unnið úr ábendingum og stefna mótuð af hálfu stjórnvalda.

Settir eru fram eftirfarandi valkostir í greinargerðinni:
A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.
B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).
C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, grípur tillögu A á lofti á Twitter og segir:

Fanney Birna Jónsdóttir, stjórnandi Silfursins á RÚV, bætir við og segir:

„Get ekki hætt að velta því upp hvernig líf mitt væri ef mér hefði bara dottið þetta í hug fyrr á lífsleiðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum