fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Grátbað um að vera ekki útskrifaður af geðdeild – Myrti móður sína þremur vikum síðar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 07:03

Þarna sat móðirin þegar sonurinn myrti hana. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 10. febrúar 2018 hringdi 44 ára karlmaður í lögregluna í Bergen í Noregi. Hann sagðist hafa misst alla stjórn á sér og drepið móður sína.

„Þetta gerðist á þriðjudaginn en ég gat ekki hringt fyrr en í dag.“

Vopnaðir lögreglumenn fóru að heimili mannsins í Landås í Bergen en þar bjó hann ásamt móður sinni. Á svölum íbúðarinnar fann lögreglan lík móðurinnar, pakkað inn í plast. Maðurinn var handtekinn og viðurkenndi að hafa myrt móður sína fjórum dögum áður.

Í ruslageymslunni fannst exi sem hann hafði keypt á þriðjudeginum og notaði til að myrða móður sína. Hann lamdi hana 11 sinnum aftan frá með exinni þar sem hún sat við eldhúsborðið og snæddi.

Réttarhöld í málinu hófust á mánudaginn í Bergen. Maðurinn játaði sök og óskaði eftir að vera dæmdur til vistunar á geðdeild því hann hafi verið geðveikur þegar hann framdi morðið. Þremur vikum fyrir það var hann útskrifaður af Kronstad geðdeildinni í Bergen og var útskriftin gegn vilja hans að sögn verjanda hans. Hann grátbað um að vera ekki útskrifaður og sagðist óttast að hann myndi skaða aðra og móður sína.

Fylkislæknirinn í Vestland, Helga Arianson, komst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið forsvaranlegt að útskrifa manninn af geðdeild þremur vikum fyrir morðið. Tekið hafi verið tillit til sjálfsvígshættu og hættunnar á að hann myndi skaða aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo