fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Belgar banna halal- og kosher-slátrun – Gyðingar og múslímar mótmæla

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 07:40

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Flanders, í norðurhluta Belgíu, hafa bannað slátrun dýra með svokölluðum halal og kosher aðferðum sem múslímar og gyðingar nota. Með þeim aðferðum er dýrunum slátrað án þess að vera rotuð fyrst. Samkvæmt halal og kosher aðferðum eru dýrin skorin á háls og látin blæða út. Á meðan má ekki meðhöndla þau eða snerta á neinn hátt.

Múslímar og gyðingar eru ósáttir við þetta bann og segja það brjóta gegn reglum Evrópusambandsins um trúfrelsi. Flanders er fyrsta héraðið í Belgíu sem bannar slátrun án þess að dýrin séu rotuð fyrst en Wallonia mun fljótlega fylgja í kjölfarið.

Evrópuþing gyðinga sagði í umsögn um tillögurnar að þetta væri „stærsta árásin á trúarleg réttindi gyðinga síðan á hernámi nasista stóð“.

Samkvæmt lögunum verður að rota dýrin með raflosti áður en þeim er slátrað en samkvæmt frétt Daily Mail segir flest baráttufólk fyrir réttindum dýra að það sé mannúðlegri aðferð en aðferðir gyðinga og múslíma og samræmist því dýraverndarsjónarmiðum betur.

Samfélög múslima og gyðinga í Belgíu hafa mótmælt lögunum og segja að dýrin verði að vera „við fullkomna heilsu“ þegar þau eru skorin á háls og því megi ekki rota þau fyrst. Þá hafa heyrst raddir um að þetta snúist minnst um dýravelferð heldur séu lögin tilkomin vegna andúðar á gyðingum og múslímum.

í nokkrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Danmörku, Sviss og Nýja-Sjálandi er bannað að slátra dýrum nema þau séu rotuð fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau