fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Styrmir segir alvöru lífsins hafna: „Með hvaða rökum ætlar SA að segja nei við þessum kröfum?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 20:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir Samtök atvinnurekenda lítið geta sagt þegar verkalýðshreyfingin fari fram á afturvirka samninga til áramóta, líkt og hún leggi þunga áherslu á.

Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði að verið væri að setja meiri kraft í fundina við Samtök atvinnulífsins en kallaði eftir málefnum frá SA:

 „Við höfum verið að funda vikulega en erum að setja meiri kraft í þetta núna. Samningarnir eru runnir úr gildi og við erum að pressa á að ná samningum með þá kröfu að þeir gildi frá áramótum. Menn eru að tala saman en það hefur sáralítið komið frá SA af málefnum inn í samninga.“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tók í sama streng:

 „Við reiknum fastlega með að fá svar við spurningu okkar hvort kjarasamningurinn gildi frá 1. janúar.“

Alvara lífsins

Styrmir segir að jafnt verði yfir alla að ganga:

„Nú hefst alvara lífsins, þegar kemur að kjarasamningum. Í fréttum Morgunblaðsins í dag má sjá, að verkalýðsforingjarnir leggja þunga áherzlu á að samningar gildi frá áramótum. Í þessu sem öðru mun Kjararáð þvælast fyrir viðsemjendum þeirra. Með hvaða rökum ætlar SA að segja nei við þessum kröfum, þegar horft er til þess að fyrir rúmum tveimur árum fengu þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn launahækkanir greiddar marga mánuði aftur í tímann? Grundvallaratriði í þessu er einfaldlega, að í þessu sem öðru verða sömu meginreglur að gilda, hvort sem launþeginn starfar á Alþingi eða á hafnarbakkanum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér