fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Stranger Things í loftið næsta sumar

Umtalaðasti þáttur ársins snýr aftur

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 15:35

Umtalaðasti þáttur ársins snýr aftur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einir umtöluðustu sjónvarpsþættir ársins 2016 voru án efa Netflix-serían Stranger Things. Þættirnir hlutu einróma lof gagnrýnenda og eru í hópi bestu sjónvarpsþátta sögunnar samkvæmt IMDb.com með einkunnina 9,0.

Nokkrar vikur eru síðan framleiðendur þáttanna tilkynntu að önnur sería yrði gerð af þessum vinsælu þáttum. Kvisast hefur í Hollywood að þættirnir fari í loftið á sama árstíma og fyrri þáttaröðin sem þýðir að þættirnir verða sýndir um miðjan júlímánuð árið 2017.

Fyrri þáttaröðin segir frá ungum dreng í litlum smábæ sem hverfur sporlaust inn í aðra vídd okkar heims og leit móður hans, vina og annarra í bænum að sannleikanum um hvarf hans. Þættirnir höfðu á sér dulúðlegan og yfirnáttúrulegan blæ sem virtist falla vel í kramið hjá áhorfendum. Fjölmargar vísanir eru í verk eftir til dæmis Steven Spielberg og Stephen King í þáttunum.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða stefnu þættirnir munu taka í annarri þáttaröðinni. Það er þó nokkuð ljóst að aðdáendur þessara mögnuðu þátta munu bíða spenntir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins