fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Margir stjórnmálamenn á Íslandi sagðir viðriðnir spillingu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. desember 2018 13:19

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mun fleiri Íslendingar telja að stjórnmálamenn séu viðriðnir spillingu árið 2018, heldur en 2016. Þetta leiðir könnun Félagsvísindastofnunar í ljós.

Hlutfallslegur fjöldi þeirra sem telur að margir eða nánast allir stjórnmálamenn á Íslandi séu viðriðnir spillingu er mun hærri nú en fyrir tveimur árum. Um það bil 16% svarenda í könnun sem lögð var fyrir um miðjan desember töldu að nánast allir stjórnmálamenn á Íslandi væru viðriðnir spillingu, en aðeins um 5% í könnun árið 2016.

Þá töldu 49 prósent aðspurða að margir stjórnmálamenn séu spilltir nú í ár, en aðeins 29 prósent svöruðu þeirri spurningu játandi árið 2016.

Hlutfall landsmanna sem segir að það myndi auka mikið traust til Alþingis ef meira væri um afsagnir þingmanna í kjölfar mistaka er nú um 62%, en var um 50% árið 2013 (spurningin hefur ekki verið lögð fyrir síðan 2013).

Nokkuð hátt hlutfall fólks greinir jafnframt frá því að það myndi auka traust þeirra til Alþingis mikið ef þingmenn sýndu hver öðrum meiri virðingu, en hlutfallið er nú um 57% miðað við um 59% árið 2013.

Rúmlega 18% bera alls ekkert traust til Alþingis en um helmingur landsmanna ber mjög eða frekar lítið traust til Alþingis. Traust til Alþingis er svipað nú og fyrir 5 árum.

 

Könnun var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 4. til 17 desember 2018. Netpanell Félagsvísindastofnunar samanstendur af tilviljunarúrtaki fólks 18 ára og eldra á landinu öllu sem hefur samþykkt að taka þátt í netkönnun á vegum stofnunarinnar. Könnunin var send á 2000 einstaklinga og 975 svöruðu og var því þátttökuhlutfallið um 49%. Gögnin hafa verið vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun þannig að úrtakið endurspegli þýði Íslendinga að þessu leyti. Hér fyrir neðan birtum við niðurstöður við þremur spurningum um viðhorf til stjórnmála á Íslandi þar sem við berum við niðurstöður við sömu spurningum sem lagðar voru fyrir í sambærilegum könnunum annars vegar 2016 og hins vegar 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum