fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 07:15

Félagar í Loyal to Familia sem eru skipulögð glæpasamtök sem hafa verið bönnuð í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tvítugur meðlimur í glæpasamtökunum Loyal To Familia dæmdur í 20 ára fangelsi og til brottvísunar frá Danmörku fyrir fullt og allt þegar hann hefur lokið afplánun refsingarinnar. Hann var ásamt tveimur öðrum ákærður fyrir að hafa reynt að skjóta tvo óeinkennisklædda lögreglumenn til bana í lok september á síðasta ári. Hann taldi þá vera félaga í öðru glæpagengi sem Loyal To Familia átti í átökum við.

Ekstra Bladet segir að þung andvörp hafi heyrst þegar dómurinn var kveðinn upp. Hinn ákærði tók sér umhugsunarfrest til að ákveða hvort hann áfrýjar honum.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekið skellinöðrunni sem 4 til 6 skotum var skotið frá á bíl lögreglumannanna í Mjølnerparken á Norðurbrú. Annar lögreglumannanna sagði fyrir dómi að skellinaðran hafi verið stöðvuð í um fimm metra fjarlægð frá ómerkta lögreglubílnum. Farþeginn hafi síðan horft beint inn í lögreglubílinn, dregið upp skammbyssu og beint að þeim. Lögreglumennirnir köstuðu sér niður og heyrðu skotum hleypt af. Skotin lentu í lögreglubílnum og fóru nærri lögreglumönnunum.

Auk morðtilraunarinnar var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa verið með vopn í fórum sínum og hótanir. Þar sem dómurinn taldi þetta tengjast átökum glæpagengja á sérstakt refsiákvæði í hegningarlögunum við en samkvæmt því er refsingin tvöfalt hærri en annars væri.

Hinir tveir ákærðu voru sýknaðir af ákæru um morðtilraun en annar þeirra var sakfelldur fyrir að vera með vopn í fórum sínum og hótanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því