fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Pressan

Hrísgrjónarétturinn var eitraður – 11 létust og 130 veiktust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 06:35

Mundu að láta þau liggja í bleyti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn létust að minnsta kosti 11 hindúar eftir að hafa borðað eitraðan hrísgrjónarétt við vígsluathöfn nýs hofs. 130 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa borðað sama réttinn. Lögreglan telur að skordýraeitur hafi valdið svona heiftarlegri matareitrun.

Þrír fyrirsvarsmenn hofsins hafa verið handteknir vegna málsins. Við vígsluna fengu gestir hrísgrjóna- og grænmetisrétti. Sumir gestanna segja að þeim hafi verið boðið upp á hrísgrjón í tómötum auk vatns og hafi þetta lyktað undarlega.

Uppköst, niðurgangur, öndunarörðugleikar og froða í munnvikum voru helstu einkenni eitrunarinnar. Tvö börn eru á meðal hinna látnu.

Þetta gerðist í Karnataka í suðurhluta landsins. Lögregluna grunar að óþekktir aðilar hafi sett skordýraeitur í matinn. Ekki er talið útilokað að deilur tveggja hópa hafi orðið til þess að eitur var sett í matinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús