fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. desember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV og stjórnarformaður Stundarinnar, sakar Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um hræsni. Hann segir að Hannes hafi ekki sett út á það árið 2008 þegar Jón Bjarki Magnússon blaðamaður tók upp samtal sitt við Reyni um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Nú gagnrýni Hannes þó fræga upptöku af þingmönnum þar sem þeir sátu á  Klaustur við drykkju í nokkra klukkutíma.

„Er ekki hægt að kæra Klausturþingmennina fyrir það níð sem frá þeim kom eða jafnvel fyrir spillingu? Merkileg umræða um leyniupptökur og ríkur vilji til þess að refsa Báru Halldórsdóttur, Margir þeirra sem nú fjargviðrast voru sáttir þegar ég var tekinn upp á sínum tíma og spilaður í Kastljósi. Ég taldi reyndar að það hefði verið ágætt á mig og gott sjónvarp. Ég man að Hannes Hólmsteinn var alveg sérstaklega ánægður og pönkaðist á mér um tíma. Nú er hann brúnaþungur,” segir Reyni.

Þar vísar Reynir til þessar Jón Bjarki tók upp samtal þeirra tveggja, meðan Reynir var ritstjóri DV og Jón Bjarki blaðamaður á sama miðli, þar sem Reynir sagði að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar um Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í krafti fjármagns. Upptakan var spiluð í Kastljósi og vakti mikla athygli. Reynir réð Jón Bjarka síðar aftur til vinnu.

Hannes hafnar þessum málflutningi Reynis í samtali við DV. Hann segist ekki kannast við að hafa verið ánægður með þá upptöku. „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því, hvort upptakan 2008 væri réttmæt eða óréttmæt. En það er einn hugsanlegur og mikilvægur munur á upptökum, þegar menn telja sig vera að verja sjálfa sig, og upptökum, þegar menn eru að reyna að koma höggi úr leyni á einhvern annan. Hugsanlega var upptaka blaðamannsins 2008 dæmi um það, að hann væri að reyna að verja sig gegn mögulegum eftirmálum. En upptakan af þingmönnunum á Klaustrinu verður ekki réttlætt með því,“ segir Hannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“