fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Gleymdu mannshjarta um borð í flugvél

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. desember 2018 16:30

Flugvél frá Southwest Airlines. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaflugvél frá Southwest Airlans varð að snúa við á sunnudaginn þegar hún var á leið frá Seattle til Dallas. Vélin var búin að vera á lofti í um klukkustund þegar uppgötvaðist að mannshjarta hafði gleymst um borð.

Talsmenn Southwest Airlens segja að flogið hafi verið með hjartað frá Kaliforníu til Seattle þar sem það átti að fara á sjúkrahús þar sem átti að taka loka úr því svo hægt væri að nota hann aftur. En það gleymdist að taka hjartað úr flugvélinni og því hélt það áfram í átt til Dallas.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að hjartað sjálft hafi ekki verið ætlað neinum sérstöku sjúklingi.

Farþegum í vélinni brá í brún þegar flugstjórinn sagði þeim af hverju þyrfti að snúa við. Þegar vélin lenti í Seattle var hjartað flutt á sjúkrahús og fylgir sögunni að það hafi ekki orðið fyrir skemmdum vegna þessara mistaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“